
Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður
Leikhópurinn Lotta frumsýndi sumarsýningu sína, Bakkabræður, miðvikudaginn 3. júní.
Líkt og undanfarin ár fá viðskiptavinir okkar í Stofni frítt fyrir tvö börn (yngri en 18 ára) með einum keyptum fullorðinsmiða á sýninguna, hvar sem er á landinu.
Að þessu sinni fer öll miðasala fram í gegnum tix.is en þannig er hægt að tryggja að settum reglum um leyfilegan fjölda sýningargesta sé fylgt. Viðskiptavinir í Stofni geta nálgast upplýsingar um hvernig þeir nálgast tilboðið á Mínum síðum.
Leikhópurinn Lotta hefur verið starfandi í 14 ár og er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilegar sýningar þar sem hinar og þessar ævintýrapersónur koma við sögu. Sem fyrr ætlar Lotta að ferðast um allt land með sýninguna og því um að gera að kynna sér hvenær þau verða í nágrenni við þig í sumar.
Athugið að enn eiga eftir að bætast við sýningar á sýningarplanið.