Sjávarútvegssýning
Sjóvá tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017 líkt og fyrri ár. Þar kynnir starfsfólk okkar þá yfirgripsmiklu tryggingavernd sem Sjóvá býður upp á og tilvalið fyrir þá sem starfa í greininni að ræða við ráðgjafa okkar. Kokkurinn okkar hann Bjössi hefur einnig vakið mikla lukku á fyrri sýningum fyrir dýrindis veitingar og mun hann ekki láta sig vanta í ár.
Birgir Viðarsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá, um sýninguna í ár.
"Á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár munum við auðvitað kynna þær tryggingar sem við bjóðum fyrirtækjum í sjávarútvegi, hitta okkar viðskiptavini og treysta böndin. Megináherslan verður þó á tvennt sem við erum ákaflega stolt af; áralangt samstarf Sjóvár við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og svo kynningu á Björgvinsbeltinu sem við hjá Sjóvá höfum stutt við bakið á um árabil. Sjómenn eiga mikið undir góðum björgunarbúnaði en ekki síður getu og hæfni björgunarsveitanna til aðstoðar ef í nauðir rekur. Þess vegna styður Sjóvá heils hugar við Landsbjörgu og hefur gert alla tíð.“
